Um Stjarnan 4.flokkur kvenna

Skemmtilegur hópur af kraftmiklum stúlkum sem elska að spila fótbolta.

Næsti leikur í úrsitakeppninni í B-liðinu

Efst á baugi

Sæl öll sömul,
Þá er komið að leika nr.2 í úrslitakeppninni hjá B liðinu. En það er leikur gegn Víking. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli klukkan 17:00 og stelpurnar eiga að mæta klukkan 16:00.
Hópurinn er eftirfarandi:
Alexandra, Aníta, Birta Marín, Birta Rós, Elín Halldóra, Guðný, Katrín Pála, Liisa, Sara Regína, Sif, Sólveig, Soffía Marja, Silja, Tinna.
Vinsamlegast látið vita ef að stelpurnar komast ekki, þannig að við getum gert ráðstafanir.
ÁFRAM STJARNAN!
Mbk,
Þjálfarar

Úrslitakeppni B liða

Efst á baugi

 

Núna er komið að B liða úrslitakeppninni. Fyrsti leikur er á morgun gegn Breiðablik 2. Leikurinn fer fram á Bessastaðavelli (á Álftanesi) og byrjar hann 10:30. Stelpurnar eiga að mæta 09:30 á völlinn.

Hópurinn er eftirfarandi:
Alexandra, Aníta, Birta Marín, Birta Rós, Elín Halldóra, Guðný, Katrín Pála, Liisa, Sara Regína, Sif, Sólveig, Soffía Marja, Silja, Tinna.

Ef einhver stelpnanna kemst ekki, er mjög mikilvægt að við séum látin vita sem fyrst svo að við getum gert ráðstafanir.

Svo hvetjum við alla til að mæta og hvetja stelpurnar.
ÁFRAM STJARNAN!

Mbk,
Þjálfarar

Vikan framundan-úrslitakeppni B liða

Efst á baugi

Þá hefur A liðið okkar lokið keppni í Íslandsmótinu þetta árið. Við endum mótið í 3-4 sæti ásamt Víking eftir úrslitakeppnirnar þessa helgina. Við viljum hrósa stelpunum fyrir góðan leik áðan og frábæra helgi og viku. Þær eru búnar að standa sig eins og hetjur og við erum hrikalega stolt af þeim.

Einnig langar okkur að hrósa foreldrunum og þakka fyrir stuðninginn í stúkunni. Það var frábært að heyra hvatninguna í dag sérstaklega og sjá hvað allir voru samstilltir.
En þá er komið að úrslitakeppni B liða. Sú keppni fer fram næstu helgi og vikuna þar á eftir. Það verður lengra á milli leikja þar sem öll liðin eru af höfuðborgarsvæðinu, en í hinum riðlinum í A liða keppninni var Austurland og því þurfti að gera þetta á einni helgi. Leikirnir eru 10.sept – 12.sept og 14.sept.
Hópurinn sem á að mæta á æfingar þessa vikuna og tekur þátt í B liða keppninni er eftirfarandi:
Alexandra, Aníta, Birta Marín, Birta Rós, Elín Halldóra, Guðný, Katrín Pála, Liisa, Sara Regína, Sif, Sólveig, Soffía Marja, Silja, Tinna.
Æfingavikan er sem hér segir:
Mánudagur 17:00 – 18:15 minni völlur
Þriðjudagur 15:45 – 17:00 aðalvöllur
Fimmtudagur 16:15 – 17:00 aðalvöllur (sundferð og saffran)
Föstudagur 15:00-16:00 aðalvöllur
Ef stelpurnar komast ekki af einhverjum ástæðum að þá vinsamlegast látið okkur vita sem allra fyrst.
Mbk,
Þjálfarar

Undirbúningur fyrir undanúrslitin

Efst á baugi

Þar sem bæði A-og B-liðin eru komin í undanúrslit Íslandsmótsins langar okkur þjálfarana til að þær geri eitthvað skemmtilegt saman fyrir leikina.
A-liðið spilar sína leiki um helgina, á fimmtudaginn mæta þær á æfingu og eftir hana er planið að þær fari saman í sund og þaðan á Saffran að borða, eins og meistaraflokksstelpurnar gera 🙂
Við Otto skultum frá Ásgarði yfir í Hafnarfjörð, en þurfum tvo bíla til viðbótar í skutl um 19:00 og óskum eftir sjálfboðaliðum. Stúlkurnar þurfa að taka með sér pening til að borga í sund og fyrir mat, en þær velja hver fyrir sig af matseðli.
Foreldrar sækja sína stúlku á Saffran í Hafnarfirði um kl. 20:30.

Í næstu viku gerir B-liðið það sama fyrir sína leiki.
Nokkrar ábendingar bárust þess efnis að Justin Bieber tónleikar væru að skarast á við úrslit í B-liða keppni, þegar haft var samband við KSÍ fór ekki á milli mála að fleiri höfðu haft samband. Einhverjar breytingar hafa því verið gerðar á leikjum þar, en frekari upplýsingar berast þegar nær dregur.
Virkilega góð framistaða hjá A og B liðum að komast í undanúrslit á Íslandsmótinu. Stelpurnar ættu að vera vel stemmdar og mikilvægt að við leyfum þeim að njóta þess að spila sinn fótbolta, ekki setja of mikla pressu á þær.
Njótum þess að horfa á þær spila og verum jákvæð, þannig gengur allt betur.
Sjáumst hress um helgina og áfram Stjarnan!
Mbk,
Þjálfarar
Leikir helgarinnar hjá A-liði eru:
Föstudagur 2. sept, kl. 17:00 – KR völlur, gegn Gróttu/KR
Laugardagur 3. sept, kl. 12:00 – Fylkisvöllur, gegn Fylki
Sunnudagur 4. sept. kl. 12:00 – Samsungvöllur, gegn Breiðablik

Æfingar vikunnar

Efst á baugi

Eins og kom fram í pósti í gær að þá er úrslitakeppni A liða næstkomandi helgi (2-4 september) en úrslitakeppni B liða þar næstu helgi (9-11 september).

Vegna þessa mun einungis A liðs hópurinn æfa þessa vikuna þar sem við verðum með áherslu á úrslitakeppnina. B liðs hópurinn fær mögulega eina æfingu í þessari viku (látum vita þegar nær dregur), en svo fer þeirra undirbúningur á fullt í næstu viku.

Hópurinn sem mun spila í A liða keppninni og æfa þessa vikuna er eftirfarandi:

Anna Ragnhildur – Aníta – Ásdís – Berglind – Birta Georgs – Birta Marín – Eva – Hanna – Hildigunnur – Hrefna – Jana – Katrín Eyjólfs – Katrín Pála – Klara – Sif – Tinna.

Æfingar vikunnar eru sem hér segir:

Þriðjudagur: Hofsstaðavöllur 16:00 – 17:15
– Svo er FUNDUR með leikmönnum í VIP upp í Stjörnuheimili 17:30 (strax eftir æfingu). SKYLDUMÆTING. Mjög sniðugt að vera með eitthvað smá nesti til að borða eftir æfingu (ávöxt, samloku, skyr og nóg vatn)

Miðvikudagur: Samsung völlur 16:00 – 17:15

Fimmtudagur: Samsung völlur 16:00 – 17:15

Fyrsti leikur er svo á föstdag gegn Fylki – laugardag gegn Gróttu/KR eða KA (skýrist á þriðjudag) – og sunnudag gegn Breiðablik.

Mbk,
Þjálfarar

Næsta vika

Efst á baugi

Næsta vika verður óhefðbundin hjá okkur að einhverju leyti þar sem að, að öllu jöfnu ætti íslandsmótið að vera búið. En bæði A og B1 lið okkar hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, sem er algjör snilld.
Úrslitakeppni A liðsins er á næstu helgi (2-4 september) og B liðs keppnin er þar næstu helgi (9-11 september). Það eru ekki neinar frekari upplýsingar að svo stöddu. KSÍ mun sennilega klára að skipuleggja þetta í byrjun vikunnar. Við sendum út um leið og við vitum nánar eins og t.d. staðsetningu og fleira.
Það er frí á æfingu á morgun. Við Ottó ætlum að skipuleggja vikuna og munum svo senda út plan á morgun. Þetta verður krefjandi prógram og mikilvægt að stelpurnar hvíli sig vel og undirbúi sig fyrir komandi viku. Þótt að það sé ekki æfing að þá viljum við endilega að stelpurnar fari út að labba og svo í sund eða eitthvað slíkt til að fá létta endurheimt og hjálpa vöðvunum að jafna sig fyrr.
Annars koma frekari upplýsingar á morgun.
Mbk,
Þjálfarar

Leikir hjá öllum liðum á morgun, sunnudag

Efst á baugi

Næstu leikir hjá A – B og B2 eru á morgun (sunnudag) gegn Breiðablik.
Leikirnir eru í Fagralundi í Kópavogi.
A lið á að mæta 13:00 og leikurinn byrjar 14:00.
A: Anna Ragnhildur – Ásdís – Berglind – Birta Marín – Birta Georgs – Hanna – Hildigunnur – Hrefna – Jana – Katrín Eyjólfs – Klara – Sara Regína – Tinna.
B lið á að mæta 14:30 og leikurinn byrjar 15:30.
B: Alexandra – Aníta – Birta Rós – Elín Halldóra – Guðný – Katrín Pála – Liisa – Sif – Silja – Soffía Marja – Sóldís – Sólveig + bekkur úr A liði.
B2 lið á að mæta 16:00 og leikurinn byrjar 17:00.
B2: Embla – Gígja – Heiða – Ísabella – Katrín Guðmunds, Málfríður – Soffía Petra – Svanhvít – Thelma Ósk – Thelma sól + bekkur úr B liði.
Vinsamlegast látið okkur vita sem allra fyrst ef stelpurnar ykkar komast ekki að keppa svo að við getum gert viðeigandi ráðstafanir.
Mbk,
Þjálfarar.

Leikur í dag hjá B2

Efst á baugi

B2 á leik á morgun (Föstudaginn 26.08.16) gegn HK. Þetta er frestaður leikur sem HK þjálfarinn var að minna okkur á. Hann verður spilaður á Gervigrasinu fyrir utan Kórinn. Leikurinn byrjar 16:30 en mæting er 15:30.
Liðið er eftirfarandi:
Birta Rós – Embla – Gígja – Heiða – Ísabella – Katrín Guðmunds – Katrín Pála – , Málfríður – Soffía Petra – Svanhvít – Sóldís – Thelma Ósk – Thelma sól.
Vinsamlegst látið okkur vita sem allra fyrst ef að stelpurnar geta ekki spilað svo að við getum gert viðeigandi ráðstafanir.
Mbk,
Þjálfarar

Leikir og æfingar í vikunni

Efst á baugi

Mánudagur: Æfing kl.14:45 á Hofstaðavelli.  B2 á leik við Þrótt á Hofsstaðavelli klukkan 16:00. B2 á að mæta út á Hofsstaðavöll klukkan 15:00.
B2 lið : Birta Rós – Embla – Gígja – Heiða – Ísabella – Katrín Guðmunds, Málfríður – Soffía Petra – Svanhvít – Thelma Ósk – Thelma Sól.

Þriðjudagur: Enginn æfing. A og B lið eiga leik gegn FH á Hofsstaðavelli klukkan 16:00 og 17:30.
A liðið á að mæta klukkan 15:00 og B liðið 16:30.
A lið : Anna Ragnhildur – Ásdís – Berglind – Birta Marín – Birta Georgs – Eva Lind – Hanna – Hildigunnur – Hrefna – Jana – Katrín Eyjólfs – Klara – Sara Regína – Tinna.
B lið : Alexandra – Aníta – Elín Halldóra – Guðný – Katrín Pála – Sif – Silja – Soffía Marja – Sóldís – Sólveig + bekkur úr A liði.

Vinsamlegast látið okkur vita sem allra fyrst ef stelpurnar ykkar komast ekki að keppa svo að við getum gert viðeigandi ráðstafanir.

Miðvikudagur og fimmtudagur – æfing kl.15:30 á Hofstaðavelli
Mbk,
Þjálfarar.

Vikan framundan

Efst á baugi

Sælt verið fólkið.

Næsta vika er smá púsluspil vegna plássleysis og tímaþröng en svona lítur þetta út.

Mánudagur – Hofsstaðavöllur 14:45
B2 leikur klukkan 16:00 á Hofsstaðavelli. Lið kemur í dag.

Þriðjudagur – Leikir hjá A og B – engin æfing.
Lið og tímasetningar koma í dag eða á morgun.

Miðvikudagur – Hofsstaðavöllur 15:30

Fimmtudagur – Samsung völlur 15:30

Svo spila öll 3 liðin okkar A – B og B2 á Sunudaginn 28.ágúst.

Mbk,
Þjálfarar