Íslandsmeistarar – 25.október

Kæri Íslandsmeistari

,

x

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í meistaraflokki karla og kvenna verða í Ásgarði milli 11 og 13 á laugardagsmorgun og ætla að fagna frábærum árangri sumarsins með bæjarbúum.

Bikararnir sem Stjarnan hampaði í sumar verða til sýnis, börnin geta hitt Stjörnurnar okkar, fengið mynd af sér með þeim auk þess sem meistararnir gefa myndir af Íslandsmeistaraliðunum.

x

Hvetjum allt Stjörnufólk til að koma í íþróttamiðstöðina í Ásgarði og fagna með okkur á laugardagsmorgun milli kl 11 og 13.

x

Skíni Stjarnan

Foreldrafundur á þriðjudaginn

Það verður foreldrafundur hjá 4.flokki kvenna næsta þriðjudag, 21.október kl. 20. Fundurinn verður í Stjörnuheimilinu.

Aníta Lísa og Helena þjálfarar munu kynni sig og starfið framundan. Nýtt foreldraráð verður kosið og utanlandsferð sem fara á næsta sumar verður rædd.

Mikilvægt er að foreldrar fjölmenni á þennan fund, enda spennandi ár framundan hjá
stelpunum og að mörgu að huga.

Dagskrá vikunnar 6.10.-12.10.

Mánudagur: Æfing kl. 16
ÞriðjudagurFrí á æfingu í dag vegna Evrópuleiks Mfl. kvenna á miðvikudag
MiðvikudagurMfl. kvenna tekur á móti WFC Zvezda frá Rússlandi kl. 20.
Að sjálfsögðu mæta allar Stjörnustelpur á völlinn að hvetja stóru stelpurnar.
Fimmtudagur: Æfing kl. 16
Föstudagur: Frí
Laugardagur: Æfing kl. 10
Sunnudagur: Frí

Nýr þjálfari

Það er kominn nýr þjálfari sem mun vera með ykkur stelpur í vetur ásamt Anítu Lísu. Það er mikill reynslubolti, bæði sem leikmaður og þjálfari og heitir Helena Ólafsdóttir.

Sjá frétt hér: http://stjarnan.is/knattspyrna/item/486-helena-olafsdottir-gengin-til-lidhs-vidh-yngri-flokka-knattspyrnudeildar

Bjóðum báða þessa þjálfara innilega velkomna í hópinn og hlökkum til knattspyrnuársins með þeim 🙂

Skráning iðkenda

Kæru Stjörnuforeldrar

Nú er skráning í knattspyrnudeild Stjörnunnar fyrir æfingatímabilið 2014-2015 hafin. Ganga átti frá skráningu fyrir 26. september s.l.  Iðkendur þurfa að vera skráðir til að geta tekið þátt í mótum á vegum Stjörnunnar.

Skráning og greiðsla fer fram í skráningar- og greiðslukerfinu Nora  (www.stjarnan.is). Hægt er að greiða með greiðslukorti eða fá greiðsluseðil í heimabanka. Í Nóra er einnig hægt að skipta æfingagjöldum í fleiri en eina greiðslu hvort sem greitt er með greiðslukorti eða greiðsluseðli. Sé frekari upplýsinga óskað er hægt að hafa samband við gjaldkera á skrifstofu Stjörnunnar í s. 565-1940.
Einnig minnum við foreldra á hvatapeningana að fjárhæð kr. 27.500 sem unnt er að nýta til lækkunar á æfingagjöldum. Hvatapeningar fyrnast alltaf um áramót.

Hlökkum til ánægjulegs samstarfs á nýju knattspyrnutímabili.

Barna- og unglingaráð.
Vinsamlegast athugið: Allar æfingar þriðjudaginn 7. og miðvikudaginn 8.október falla niður vegna Evrópuleiksins hjá meistaraflokki kvenna.