Vikan 29. feb – 6. mars

Hlaupársdagur á morgun svo það er um að gera að njóta hans, eini dagur ársins sem kemur bara á 4. ára fresti.

Hefðbundin vika framundan en B liðið á leik kl. 16:00 á laugardag og A- liðið kl. 13:15 á sunnudag. Lið og mætingatími kemur á hefðbundnum tíma á fimmtudag.

Það er því bara þetta hefðbundna að tilkynna forföll hér og passa að stelpurnar séu vel klæddar.

Kveðja

Foreldraráð

Fundur með íþróttasálfræðing.

Sæl verið þið.

Þá erum við byrjuð á fullu aftur eftir vetrarfríið.  Á morgun, miðvikudaginn 24.02.2016 er æfing klukkan 17:15.  Hún verður aðeins með breyttu sniði vegna þess að við ætlum að hafa liðsfund strax eftir æfingu eða kl 18:30 – 19:30 ca.  Þetta er smá fyrirlestur frá Íþróttafræðing. Fyrirlesarinn er Jón Þór en ásamt að vera menntaður í íþróttasálfræði er hann einnig þjálfari 3.fl.kk Stjörnunnar.   Fyrirlesturinn er stelpunum alveg að kostnaðarlausu og það er SKYLDUMÆTING á fundinn.  Farið verður yfir sjálfstraust, hugarfar í íþróttum, markmiðasetningu og hugarþjálfun. Við ætlum að hætta korteri fyrr en venjulega, eða nánar tiltekið kl 18:15.  Svo að þær komist í sturtu og geti borðað smá fyrir fundinn.

Ég mæli eindregið með því að stelpurnar hafi með sér nesti, t.d. skyr, samloku eða ávöxt og eitthvað að drekka.  Ásamt því að taka dót til að fara í sturtu í Stjörnuheimilinu.

Þetta er ekki fundur fyrir foreldra heldur einungis fyrir leikmenn og svo verðum við Ottó á staðnum. Þetta er búið um 19:30.

Mbk,

Þjálfarar.

Vikan framundan

Hefðbundin vika eftir því sem við best vitum a.m.k. á þessari stundu. Vonandi áttu allar stúlkurnar gott vetrarfrí og væntanlega líklegt að einhverjir verði stirðar í gang í þessari viku.

Eitthvað frost í kortunum svo munið eftir vettlingum og slíku.

Munið að tilkynna forföll hér fyrir neðan svo þjálfarar sjái.

Kveðja

Foreldraráð

Leikur á morgun, laugardag 20.02.2016 á Samsung velli

Sæl verið þið!

Ég vona að vetrafríið sé búið að vera æðislegt.  Æfingar hefjast á eðlilegum tíma strax eftir helgi á mánudaginn kemur.  En að öðru.

 

Það er einn leikur á morgun laugardaginn 20.02.16 á Samsung vellinum.  A liðið á einungis leik og við fáum ÍA í heimsókn.  Ég sendi út póst en hef ekki fengið svör frá öllum þannig við ákváðum að senda bara út liðið og biðjum ykkur vinsamlegast um að láta okkur vita sem ALLRA fyrst ef þið komist ekki í leikinn svo við getum gert ráðstafanir.

 

A lið, mæting 15:00 á samsung völl og leikurinn byrjar 16:00.  Liðið er eftirfarandi:  Anna Ragnhildur, Katrín Pála, Guðný, Sara, Katrín Fríður, Ásdís, Alexandra, Tinna Rut, Klara, Hrefna, Birta Marín, Birta Georgsdóttir, Hanna, Hildigunnur, Sólveig.

 

Láta vita sem ALLRA ALLRA fyrst ef þið komist ekki á e-mailið bararunarsd@gmail.com.

Mbk,

Þjálfarar

Vikan framundan

Hefðbundin vika framundan að minnsta kosti þegar þetta er skrifað en verði leikir koma upplýsingar um þá er líður á vikuna.

Frost í kortunum og vindur svo ef veðurspá gengur eftir er ígildi hátt í 10 stiga frosts. Það eru því vettlingar, húfa, nærjur og allur pakkinn eins og  áður  þennan veturinn.

Þökkum þeim sem hafa svarað póstinum varðandi fjáraflanir. Þeir sem eiga það eftir mega drífa í því takk.

Munið að tilkynna forföll og annað hér að neðan svo þjálfarar sjái.

Kveðja

Foreldraráð