Kósýkvöld 4.flokks

Sælar stelpur,

Á miðvikudaginn verður ótrúlega kósý kósýkvöld í Stjörnuheimilinu 🙂

Það hefst kl. 17.30 og verður til kl. 21. Það verður boðið upp á ýmislegt gott að borða, kakó, kleinur, lakkrístoppa, pizzur ofl.  Við ætlum að horfa á skemmtilega jólamynd og eiga notalega stund saman fyrir jólin.

Mætið endilega í  kósýfötum / náttfötum og með kodda eða púða með ykkur. 

Það kostar 500 krónur á mann sem þið borgið bara þegar þið mætið.

Skráið mætingu hér við þennan póst stelpur, svo við vitum fjöldann.

Hlökkum til að sjá ykkur allar 🙂

Dagskrá vikunnar 9.12.-15.12.

Mánudagur:  Æfing kl. 16
Þriðjudagur:  Æfing kl. 16
Miðvikudagur:  Frí
Fimmtudagur:  Æfing kl. 16
Föstudagur:  Frí
Laugardagur:  Æfing kl. 11
Sunnudagur
:  Frí

Stelpur, það var að koma í ljós að stór hópur ykkar er á skólaskemmtun 19.desember. Við erum búin að færa kósýkvöldið til miðvikudagsins 18.des. Byrjum kl. 17.30 🙂

Æfingar falla niður næstu daga.

Kæru foreldrar og iðkendur,

Veðurspá næstu daga sýnir mikinn kulda í kortunum ásamt töluverðri ofankomu. Hitastig sýnir allt að 12 stiga frosti á fimmtudag og föstudag og svo allt að 10 stiga frosti og snjókomu aðfaranótt laugardags. Að viðbættri vindkælingu þá er ljóst að frostið er of mikið til útiveru á knattspyrnuvelli. Auk þess hefur gengið illa að koma snjónum af völlunum og því mikill klaki á vellinum sem einnig getur hreinlega skapað slysahættu.

Því hefur stjórn B&U ásamt yfirþjálfara tekið þá ákvörðun að fella niður allar útiæfingar á fimmtudag, föstudag og laugardag. Ákvörðunin er tekin með góðum fyrirvara svo hægt sé að gera ráðstafanir vegna þessa.

8.flokkar æfa þó skv. plani enda fara æfingar fram innandyra.

Vinsamlegast fylgist þó vel með bloggsíðum og tölvupósti ef eitthvað skyldi breytast en æfingar verða þó ekki settar aftur á nema með góðum fyrirvara.
 
mbk,

fh. B&U

Ásmundur Haraldsson
Yfirþjálfari yngri flokka
Knattspyrnudeild Stjörnunnar