Lokaslútt 2001 og 2002 stelpna

Jæja stelpur. Þá er þetta komið á hreint með lokaslúttið fyrir 2001 og 2002 árgangana.
Hittumst kl. 18 á miðvikudaginn í VIP herberginu í Stjörnuheimilinu. Þar ætlum við að horfa á smá vídeó og hafa gaman.
x
Klukkan 19 er ferðinni heitið á Pizza Hut í Smáralind þar sem girnilegt hlaðborð  verður í boði.
x
Hver stelpa þarf að koma með 500 krónur fyrir veitingum. Mismunurinn greiðist úr sjóði flokksins. Fínt ef einhverjir foreldrar geta tekið sig saman og skutlað og sótt.
x
Til að við vitum hve margar mæta, þarf að skrá sig hér við þessa frétt fyrir kl. 12 á miðvikudaginn.
x
Hlökkum til að sjá ykkur 🙂
x

Lokaslútt

Stelpur f. 2001 og 2002 – stefnt er á að vera með lokaslútt á miðvikudaginn sem byrjar kl. ca. 18. Setjum inn nánari dagskrá á morgun, mánudag, en takið þennan tíma frá  😀

Mæting hjá 2002 og 2003 stelpum er á æfingar hjá 4.flokki samkvæmt æfingatöflu í frá og með morgundeginum, 14. september. Æfingatöfluna má finna á stjarnan.is undir knattspyrnudeild. 3.flokkur hefur æfingar að nýju um mánaðarmótin og verður nánari tímasetning auglýst hér á þessu bloggi.

Vikan og lokaslútt

Nú hafa öll líð 4.flokks lokið keppni í Íslandsmótinu. Það verður frí á æfingum í þessari viku en mánudaginn 14. september hefjast æfingar í nýjum flokkum. Þá fara 2001 stelpurnar upp í 3.flokk og 2003 árgangurinn sameinast 2002 stelpunum í 4.flokki.

Verið er að skipuleggja lokaslútt hjá flokknum fyrir 2001 og 2002 stelpurnar og setjum við hér inn eins fljótt og hægt er tímasetningu og dagskrá. Líklegast að þetta verði ekki fyrr en í næstu viku 🙂

Leikur laugardag

Þá er það leikur nr. 2 í úrslitakeppninni sem er á móti Fjarðarbyggð / Leikni á Hofstaðavelli.

Hópurinn á morgun sem mætir klukkan 11:00 á Hofstaðavöll er: Svanhvít, Benný, Hildur, Gyða, Ásta, Embla, Katrín Ósk, Ásdís, Laila, Sandra, Elín Gná, Anna María, Sylvía, Birta Georgsd., Jana, Inga Rósa.

Hvetjum þær stelpur sem eru ekki að keppa að mæta kl. 12 til að hvetja liðið áfram 😀

Leikurinn á föstudag

Þá er komið að úrslitakeppninni í 4.fl.kvk.  Þrír leikir á þremur dögum og fyrsta verkefni okkar er Víkingur.

Við ætlum ekki að gefa út leikmannahóp fyrir alla helgina, heldur ætlum við að setja hóp fyrir hvern leik sér og við byrjum á hópnum fyrir leikinn gegn Víking.

Hópurinn á morgun er eftirfarandi:

Svanhvít, Gyða, Benný, Hildur, Ásta, Embla, Katrín Ósk, Ásdís, Laila, Sandra, Birna, Anna María, Sylvía, Birta Georgs, Inga Rósa og Jana Sól.

Mæting hjá stelpunum er klukkan 16:00 á Víkingsvöll og leikurinn byrjar klukkan 17:00.

ÁFRAM STJARNAN!

Mbk,

Þjálfarar